Golfklúbburinn Leynir bauð nýverið upp á „Pop Up“ æfingar fyrir stelpur á aldrinum 7-18 ára. Um var að ræða tvo gjaldfrjálsa viðburði. 

Birkir Þór Baldursson íþróttastjóri Leynis sá um skipulagið á viðburðinum – og fékk aðstoð frá öflugum stelpum sem stunda golf hjá Leyni.

Mætingin var góð og rúmlega 20 stelpur mættu og skemmtu sér vel. 

Í tilkynningu frá Leyni kemur eftirfarandi fram: „Við hlökkum til að sjá vonandi sem flestar á Garðavelli í sumar eða í náinni framtíð.“


Meðfylgjandi eru myndir frá „Pop Up“ æfingunum.

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?