Orri Harðarson birti í dag á fésbókarsíðu sinni upptöku frá tónleikunum, Vonin blíð í Orrahríð, sem fram fóru nýverið í Bíóhöllinni. 

Orri segir í færslunni að þessi flutningur sé alveg hreint dásamlegur – en texti Orra er hér fyrir neðan.

„Upptaka frá tónleikunum um daginn. Alveg hreint dásamleg. Elsku Ragga syngur gamalt lag eftir mig sem heitir Óland. Það eru algjör forréttindi þegar kollegar taka eitthvað svona eftir mann og stækka til muna með nálgun sinni og flutningi. ❤🙏
Meðleikarar Röggu eru Gummi P. á kassagítar, Eddi Lár: rafgítar, Jakob Smári: bassi, Biggi Baldurs: trommur, Flosi Einars: hljómborð og Davíð Þór: orgel.“

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?