Akraneskaupstaður auglýsti í febrúar s.l. eftir eftir samstarfsaðila til þess að blása lífi í svæðið við Akratorg.
Í auglýsingu sem birt var á sínum tíma kom fram að kaupstaðurinn leiti eftir aðila til samstarf um skipulag og þróun á lóðum við gamla Landsbankahúsið – og þessi aðili átti að að setja fram kauptilboð í það mannvirki.

Um er að ræða eftirfarandi:
- Suðurgata 57 (mannvirki og lóð)
- Suðurgata 47
- Skólabraut 24
Í nýjustu fundargerð Skipulags – og umhverfisráðs kemur fram að ekkert tilboð hafi borist.
Þar kemur einnig fram:
„Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að málinu sé haldið opnu. Áhugsamir aðilar geti nálgast Akraneskaupstað með hugmyndir um uppbyggingu á reitnum í takt við þá aðferðafræði sem lagt var upp með í tilboðsgögnum.“
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?