Skagamenn gerðu góða ferð til Spánar þar sem að 3. flokkur ÍA sigraði á alþjóðlegu knattspyrnumóti, Costa Daurada Cup.
Alls voru 54 leikmenn frá ÍA á þessu móti en Skagamenn voru með 3 lið í keppninni.

ÍA lék í aldursflokki 16 ára drengja. Alls tóku 32 lið þátt. ÍA varð í öðru sæti í sínum riðli og komst þar með áfram í 16-liða úrslit.
Í 16-liða úrslitum sigraði ÍA 3-0 gegn Ad Alcorcón frá Spáni.
Í 8-liða úrslitum sigraði ÍA lið Antiguoko frá Spáni, ekki kemur fram í úrslitaskjali mótsins hver mótherji ÍA var í undanúrslitum.
Skagamenn léku til úrslita gegn NF Academy frá Portúgal – þar sem að ÍA sigraði 3-0.
Robert Elli Vífilsson var markahæsti leikmaður mótsins með 11 mörk.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?