Brynjar Óðinn Atlason, leikmaður ÍA, var valinn í U-16 ára landslið Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt á UEFA Developement móti í Svíþjóð 1. – 7. maí.
Skagamaðurinn Lúðvík Gunnarsson er þjálfari liðsins.

Brynjar er fæddur árið 2009 en hann kemur frá Hamar í Hveragerði þar sem hann hefur, þrátt fyrir ungan aldur, leikið 28 leiki fyrir meistaraflokk félagsins og skorað í þeim tvö mörk.
Brynjar Óðinn leikur sem hægri bakvörður.
Hópurinn er þannig skipaður:
Alexander Máni Guðjónsson – Stjarnan
Alexander Rafn Pálmason – KR
Aron Daði Svavarsson – FH
Birkir Þorsteinsson – Breiðablik
Björn Darri Oddgeirsson – Þróttur R.
Brynjar Óðinn Atlason – ÍA
Egill Valur Karlsson – Breiðablik
Jakob Ocares Kristjánsson – Þróttur R.
Jón Ólafur Kjartansson – Fylkir
Kristófer Kató Friðriksson – Þór
Markús Andri Daníelsson Martin – Hamar
Mikael Máni Þorfinnsson – Grindavík
Nökkvi Arnarsson – HK
Olivier Napiórkowski – Fylkir
Óskar Jökull Finnlaugsson – Fram
Sigurður Breki Kárason – KR
Snorri Kristinsson – KA
Tómas Blöndal-Petersson – Valur
Þorri Ingólfsson – Víkingur R.
Þór Andersen Willumsson – Breiðablik
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?