Á næstunni verður sett upp trésmiðjaverkstæði í Fab Lab Smiðju Vesturlands – en vinnuheiti verkefnisins er Skúrinn. 

Í tilkynningu frá Nýsköpunarsetrinu Breið kemur fram að þar verði framúrskarandi aðstaða fyrir þá aðila sem standa á bak við „Skúrinn“ sem og aðra til að koma í Breið nýsköpunarsetur og vinna að trésmíðaverkefnum sínum í góðum félagsskap.

Á myndinni er hluti hópsins sem hefur staðið að undirbúningi „Skúrsins“ á Breiðinni. 

Að auki verður boðið upp á kennslu í þrívíddarprentun og fleira fyrir hópinn sem mun fara af stað innan tíðar.

Markmiðið er að búa til aðstöðu þar sem að einstaklingar geti fundið sér stað og stund til að hittast, spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum sem þeir sjálfir ákveða.

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?