Kvennalið ÍA lék sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu í gær, laugardaginn 3. maí, gegn Fylki á útivelli. 

Liðin eru í næst efstu deild – Lengjudeildinni. 

Fylkir komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Erna Björt Elíasdóttir minnkaði muninn fyrir ÍA á 73. mínútu. 

Fylkir bætti við þriðja markinu skömmu síðar – lokatölur 3-1. 

Næsti leikur kvennaliðs ÍA er gegn Aftureldingu fimmtudaginn 8. maí í Akraneshöllinni. 

 

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?