Karlalið ÍA leikur í dag gegn KA á heimavelli í Bestu deildinni í knattspyrnu.
Leikurinn hefst kl. 17:00 og fer hann fram á aðalvellinum á Jaðarsbakka og er fyrsti leikur tímabilsins sem fram fer á Elkem vellinum.

Töluverðar breytingar hafa verið gerðar varðandi aðkomu áhorfenda og í tilkynningu frá Knattspyrnufélaginu kemur eftirfarandi fram
- Tveir inngangar verða inn á svæðið á leikdegi. Aðrir verða lokaðir.
- Einn á milli íþróttahúsanna, nýja og gamla
- Einn við enda hallarinnar
- Tvær sjoppur á svæðinu
- Önnur sjoppan verður í hvíta gáminum við sundlaugina
- Hin sjoppan verður í anddyri nýja íþróttahússins
- Akraborgin leysir landfestar á ný
- Knattspyrnufélagið hefur komið sér upp félagsaðstöðu í geymslu undir stóru tröppunum.
- Þegar gott er í sjóinn er hægt að sitja úti á dekki
- Svo þegar það verður veltingur og öldugangur er mögulega best að tilla sér bara inn í veitingasölu.
- Enski Boltinn fyrir leik – Lille-Marseille eftir leik
- Grillaðir hamborgarar og kaldir drykkir
Tvö klósettsvæði
– Annað við enda hallarinnar
– Hitt inn af svölunum í nýja íþróttahúsinu
Hlökkum til að sjá ykkur kæru Skagamenn, Áfram ÍA 💛🖤
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?