Fimleikafólk úr ÍA og Aftureldingu sameinuðu krafta sína á stigamótaröð Fimleikasambandsins í hópfimleikum.
Liðin náðu frábærum árangri og tryggðu sér sæti á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fram fer síðara á þessu ári.

Keppt er í A og B deildum í meistaraflokki og 1.flokki.
Innan hvors flokks er keppt í kvennaflokki, karlaflokki og flokki blandraðra liða. Keppt er eftir reglum Evrópska fimleikasambandsins, þó með undanþágum í B-deild.
Allir liðsmenn þurfa að taka þátt í gólfæfingum en á dýnu og trampólíni eru 6 úr liðinu valdir í hverja umferð (þrjár umferðir á hvoru áhaldi).
Keppendur í meistaraflokki eru 16 ára og eldri en í 1.flokki 13-17 ára.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?