Golfklúbburinn Leynir hefur óskað eftir bættri aðstöðu fyrir innanhúsæfingar. 

Leynir, sem fagnar 60 ára afmæli á þessu ári, hefur sent inn formlegt erindi til Akraneskaupstaðar – en barna – og unglingastarf klúbbsins hefur vaxið mikið á undanförnum misserum. 

Skóla – og frístundaráð Akraneskaupstaðar hefur fjallað um málið og bæjarráð hefur samþykkt að taka erindið fyrir á næsta fundi þann 17. júlí n.k. 

Í bókun skóla – og frístundaráðs kemru fram að ráðin fagnar þeim öra vexti sem orðið hefur í barna- og ungmennastarfi golfklúbbsins og áréttar mikilvægi þess að áfram verði unnið að ásættanlegri lausn fyrir vetrarstarfsemi barna og ungmenna. Markmið Akraneskaupstaðar er að starfsemi aðildarfélaga Íþróttabandalags Akraness geti farið fram í mannvirkjum kaupstaðarins. Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram og er því vísað til umfjöllunar hjá bæjarráði.

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?