Karlalið ÍA í körfuknattleik hefur samið við Gojko Sudzum um að leika með liðinu á næstu leiktíð í efstu deild Íslandsmótsins, Bónusdeildinni.
Skagamenn sigruðu í næst efstu deild á síðustu leiktíð og eru því nýliðar á meðal þeirra bestu leiktíðina 2025-2026.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Gojko spilaði síðustu leiktíð í efstu deild í Bosníu fyrir KK Jahorina Pale þar sem hann varð bæði stiga og frákastahæsti leikmaður liðsins.
Einnig hefur hann leikið í Slóveníu og Króatíu.
Gojko er fæddur árið 1994 en hann leikur sem mið – eða framherji og er hann 204 cm á hæð.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?