Einar Margeir Ágústsson, sundmaður úr ÍA, keppir fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug.

HM fer fram að þessu sinni í Singapúr og hófst mótið í gær, 27. júlí. Kjell Wormdal, þjálfari Einars hjá ÍA er í þjálfarateymi Íslands sem Skagamaðurinn Eyleifur Ísak Jóhannesson stýrir sem landsliðsþjálfari Sundsambands Íslands. 

Einar Margeir syndir 100 metra bringusundi á fyrsta keppinsdegi, og heldur áfram með 50 metra bringusund þann 29. júlí og lýkur þátttöku sinni í 4×100 metra fjórsundi (blandað boðsund) þann 30. júlí.

Einar hefur dvalið í Singapúr síðastliðna viku við æfingabúðir ásamt landsliðum Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Belgíu. Þar hefur hann aðlagast aðstæðum — miklum hita, háum raka og 8 tíma tímamun — og undirbúningurinn fyrir mótið gengið vel.

Heimsmeistaramótið í Singapúr er stórviðburður en keppendur frá 203 löndum taka þátt.

Íslenska landsliðið á mótinu samanstendur af fimm sundmönnum:

  • Einar Margeir Ágústsson (ÍA)
  • Guðmundur Rafnsson (ÍRB)
  • Birnir Freyr Halldórsson (SH)
  • Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (SH)
  • Snæfríður Sól Jórunnardóttir (Álaborg)

    Þjálfarateymið er þannig skipað:

  • Eyleifur Jóhannsson (yfirþjálfari, SSI)
  • Kjell Wormdal (ÍA)
  • Dado Fenrir Jasminuson (SH)
  • Hlynur Skagfjörð Sigurðsson (sjúkraþjálfari)
  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?