Kvennalið ÍA í knattspyrnu mun mæta til leiks í næsta leik með töluvert breytt lið. ÍA hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum – en ÍA vann góðan 2-1 sigur í gær á útivelli gegn Keflavík. 

ÍA er með 18 stig eftir 13 umferðir og er í 6. sæti Lengjudeildarinnar – sem er næst efsta deild Íslandsmótsins. 

Sunna Rún Sigurðardóttir, einn efnilegasti leikmaður liðsins, hefur gengið í raðir Breiðabliks í efstu deild – en félögin komust að samkomulagi um sölu nýverið. 

Þrír leikmenn hafa gengið í raðir ÍA og munu þeir leika með liðinu út leiktíðina. Þæ eru Berta Sóley Sigtryggsdóttir, Inga Ragnarsdóttir og Tinna Björk Helgadóttir

Berta Sóley (fædd 2000) hefur leikið með ÍR undanfarin fimm ár,

Inga kemur frá Víkingsliðinu en hún er fædd 2006 og er markvörður. Hún kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir ÍA í gær gegn Keflavík. 

Tinna Björk, fædd 1998,  kemur frá Fram. 

Næsti leikur ÍA er í Akraneshöllinni 7. ágúst – þar sem að Grótta kemur í heimsókn. 

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?