Spurt var:
• Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?
• En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?
• Styður þú ríkisstjórnina?

Helsta breyting milli mælinga er að fylgi Samfylkingarinnar eykst um nær þrjú prósentustig og fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar um næstum tvö prósentustig.
Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,2-0,8 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar fyrir utan lækkun hjá Sósíalistaflokki.
Tæplega 35% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag og er það sama hlutfall og Samfylkingin hefur mest mælst með í Þjóðarpúlsi Gallup, í febrúar 2008.
Nær 19% kysu Sjálfstæðisflokkinn, hátt í 15% Viðreisn, tæplega 11% Miðflokkinn og næstum 7% Flokk fólksins. Nær 5% kysu Framsóknarflokkinn en fylgi hans hefur ekki mælst lægra síðan mælingar Gallup hófust í júní 1992.
Tæplega 4% kysu Pírata, ríflega 3% Vinstri græn, rösklega 2% Sósíalistaflokk Íslands og tæplega 1% aðra flokka.
Liðlega 7% myndu skila auðu eða ekki kjósa og rúmlega 12% taka ekki afstöðu eða vilja ekki gefa hana upp.
Rúmlega 65% þeirra sem taka afstöðu styðja ríkisstjórnina, sem er rösklega tveim prósentustigum meira en í síðasta mánuði.


- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?