Í byrjun nóvember á þessu ári verða 9 ár frá því að skagafrettir.is fóru í loftið.

Frá upphafi hafa jákvæðar fréttir verið rauði þráðurinn í umfjöllun netmiðilsins og engin breyting verður á þeim áherslum. 

Aðsóknin inn á skagafrettir.is er mikil og hefur vaxið á hverju ári. 

Á næstu mánuðum er markmiðið að auka umfjöllun um þau mál sem brenna á bæjarbúum.

Skagafréttir eiga að vera vettvangur fyrir umræðu og skoðanaskipti – og er öllum frjálst að senda inn pistla og greinar. 

Bæjarfréttamiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðisþjóðfélagi og eru vettvangur umræðu og skoðanaskipta, upplýsinga og afþreyingar. 

Það geta allir lesið efnið á skagafrettir.is án hindrana – og er markmiðið að vefurinn verði opinn fyrir alla. 

Ef þú lesandi góður hefur áhuga á að koma þinni skoðun á framfæri – sendu okkur línu á [email protected]

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?