Káramenn sýndu styrk sinn í dag með frábærum 4-3 sigri gegn KFG á Íslandsmótinu í knattspyrnu í 2. deild karla.
Heimamenn komu til baka með frábærum síðari hálfleik og tryggðu sér 4-3 sigur.

KFG úr Garðabæ skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins á fyrsta hálftímanum.
Börkur Bernharð Sigmundsson skoraði fyrsta mark Kára rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan 1-3 í hálfleik.
Matthías Daði Gunnarsson skoraði fyrir Kára á 53. mínútu, staðan 2-3, og tveimur mínútum síðar jafnaði Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson metin fyrir Kára, staðan 3-3.
Matthías Daði tryggði sigurinn með marki á 76. mínútu.
Með sigrinum landaði Kári þremur mikilvægum stigum en félagið er í mikilli fallbaráttu í 2. deildinni. Káramenn eru í 10. sæti með 18 stig en þar fyrir neðan, í fallsætunum tveimur, eru Höttur/Huginn og Víðir úr Garði.

- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?