Dr. Hallur Þór Sigurðarson hefur verið skipaður dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík byggt á mati dómnefndar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HR en Hallur Þór er fæddur og uppalinn á Akranesi. Foreldrar hans eru Jóhanna Hallsdóttir og Sigurður Sigurðsson. 

Í áliti nefndarinnar segir að Hallur Þór hafi fest sig í sessi sem sjálfstæður fræðimaður. Hann hefur gefið út fjölda rita, er reyndur kennari og hefur gegnt ýmsum kennslustörfum og ábyrgðarhlutverkum við Háskólann í Reykjavík.

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?