Káramenn verða áfram í þriðju efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu en lokaumferð 2. deildar fór fram í gær.
Kári gat með sigri gegn Haukum tryggt sætið í deildinni en liðið var í þriðja neðsta sæti fyrir leikinn.

Haukar komust yfir á 27. mínútu í fyrri hálfleik með marki frá fyrrum leikmanni Kára, Sigurði Hrannari Þorsteinssyni.
Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson skoraði tvívegis í síðari hálfleik fyrir Kára og gulltryggði mikilvægan sigur og stigin þrjú sem liðið þurfti til að halda sætinu. Finnbogi jafnaði leikinn á 67. mínútu og kom Kára yfir á 71. mínútu.
Mörkin má sjá hér fyrir neðan í útsendingu ÍATV.
Víðir úr Garði og Höttur/Huginn falla í 3. deild. Ægir og Grótta fara upp í Lengjudeildina. Selfoss og Fjölnir féllu úr Lengjudeildinni og leika því í 2. deild á næsta ári. Magni frá Grenivík og Hvíti-Riddarinn úr Mosfellsbæ koma upp úr 3. deild og leika í 2. deild á næsta tímabili.