Pílufélag Akraness bauð nýverið upp á kynningarkvöld fyrir konur – þar sem að Ingibjörg Magnúsdóttir fór yfir það helsta í íþróttinni. 

Í færslu á fésbókarsíðu félagsins kemur fram að mætingin hafi farið fram úr björtustu vonum – en 25 konur mættu og skemmtu sér vel 

Pílufélagið mun á næstunni auglýsa fasta æfingatíma þar sem að konur geta komið saman og stundað píluíþróttina. 

 

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?