Um miðjan október fer fram fjölmennur viðburður sem foreldrar nemenda í Tónlistarskóla Akraness sjá m.a. um að skipuleggja. Von er á 600-700 börnum sem öll eiga það sameiginlegt að þau eru að læra á fiðlu.

Elísabet Stefánsdóttir á tvö börn sem stunda þetta nám og hún furðar sig á því að Akraneskaupstaður hafnaði beiðni um styrk fyrir viðburðinn.

„Þetta mót fer fram á 2 ára fresti og er risaviðburður. Við sem stöndum að þessu sóttum um menningarstyrk hjá Akraneskaupstað en fengum synjun. Líklega er þetta ekki nógu menningarlegt,“ segir Elísabet við Skagafréttir.

 

Elísabet Stefánsdóttir undrast að stór menningarviðburður fái ekki menningarstyrk frá Akraneskaupstað. 

Eins og áður segir er viðburðurinn stór og von er á mörg hundruð börnum.

„Gestirnir eru frá öllu landinu. Þau spila saman í sveitum og er aldurskipting. Mótið hefst kl. 16. á föstudeginum og verður æft af krafti fram að sameiginlegum tónleikum sem fram fara í tónlistarskólanum kl. 14 á sunnudeginum,“ segir Elísabet.

Gestir mótsins gist í Grundaskóla, en matsalur skólan verður nýttur undir allar máltiðir en Galitó sér um framleiðsluna.

„Krakkarnir taka sér að sjálfsögðu pásu frá fiðlunni, og þau fara í sund og gera ýmislegt skemmtilegt til að brjóta upp daginn,“ segir Elísabet en hún bendir á að öll aðstoð sé vel þeginn varðandi sjálfboðaliða á meðan mótinu stendur.

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?