Þrýstingur á heitu vatni verður lægri en venjulega miðvikudaginn 17. september á Akranesi. Þetta kemur fram í tilkynningu – sem er í heild sinni hér fyrir neðan.
„Miðvikudaginn 17. sept. munu Veitur vinna við tengingu á nýrri aðveitulögn undir Hafnarfjalli.

Vinna hefst kl. 07.00 á miðvikudeginum og áætluð verklok eru um kl. 03:00 aðfaranótt fimmtudagsins.
Þrýstingur á heitu vatni verður því lægri en venjulega á þessu tímabili.
Notendur eru hvattir til að spara heita vatnið á umræddu tímabili.
Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Í kuldatíð mælum við með að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur. Við bendum húseigendum á að huga að sínum innanhússkerfum.“
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?