Ingunn Ríkharðsdóttir sló í dag draumahögg á 3. holu Garðavallar á Akranesi – en þetta er í annað sinn sem hún fer holu í höggi á ferlinum.
Ingunn notaði 9-járn en Sigríður Ragnarsdóttir var með Ingunni og er hún myndasmiðurinn þegar þetta afrek var skráð.

Samkvæmt tölfræðivef Einherjaklúbbsins er Ingunn sú 32. í röðinni sem hefur slegið boltann í holuna eftir upphafshöggið á þessari glæsilegu golfholu.
Árlega eru innan við 1% kylfinga sem ná þessum áfanga eða rétt um 130 kylfingar.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?