ÍA fagnaði bikarmeistaratitlinum í 2. flokki karla í knattspyrnu í gær í miklum markaleik í úrslitum mótsins gegn Gróttu.
Leikurinn fór fram á heimavelli Gróttu á Seltjarnarnesi.

Þetta er annað árið í röð sem ÍA vinnur þessa keppni. Í sögulegu samhengi er þessi árangur ÍA frábær. Á þessari öld hefur ÍA leikið til úrslita í þessari keppni sjö sinnum, og titlarnir eru alls fjórir.
Bikarmeistaratitlar ÍA á þessari öld:
- 2025
- 2024
- 2004
- 2001
ÍA lék til úrslita árið 2019, 2014 og 2012 þar sem liðið tapaði.
ÍA var skipað leikmönnum sem eru einnig með leikheimild með liðum Kára, Skallagríms og Víkingum úr Ólafsvík og er því heiti liðsins ÍA/Kári/Skallagrímur/Ólafsvík.
Leikurinn byrjaði með miklum látum hjá leikmönnum ÍA þar sem að Gabríel Snær Gunnarsson skoraði tvívegis á fyrstu 9 mínútum leiksins. Sveinn Svavar Hallgrímsson bætti við þriðja markiniu á 11. mínútu og Benedikt Ísar Björgvinsson skoraði fjórða markið á 16. mínútu. 4-0 eftir 16 mínútur!
Grótta minnkaði muninn í 4-1 á 27. mínútu og fjórum mínútum síðar bættu þeir við öðru marki – 4-2 var staðan í hálfleik.
Tómas Týr Tómasson bætti við fimmta marki ÍA á 50. mínútu og Gabríel Snær Gunnarsson skoraði þriðja mark sitt og sjötta mark ÍA á 58. mínútu, staðan 6-2.
Grótta skoraði á 64. mínútu, staðan 6-3. Matthías Daði Gunnarsson skoraði 7. mark ÍA á 73. mínútu en hann hafði komið inná sem varamaður tíu mínútum fyrr. Staðan 7-3.
Á síðustu tíu mínútum leiksins skoraði Grótta tvívegis – lokatölur 7-5.
Leið ÍA í úrslitaleikinn:
Í júní sigraði ÍA lið FH 4-3 á útivelli.
Í júlí sigraði ÍA lið Breiðabliks 5-1 á útivelli.
Í ágúst sigraði ÍA lið Víkings á heimavelli 3-1
Í úrslitaleiknum í gær mætti ÍA lið Gróttu/KRÍA á útivelli þar sem að ÍA skoraði alls 7 mörk en Grótta/KRÍA skoraði 5.


- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?








