Karlalið ÍA mætir liði KR á laugardaginn í neðri hluta Bestu deildar Íslandsmótsins. Leiknum hefur verið flýtt um einn dag og fer leikurinn fram á Elkem vellinum laugardaginn 27. september kl. 14:00.

Frítt er á leikinn fyrir þá gesti sem mæta í gulum klæðnaði. 

Leikurinn er afar mikilvægur í fallbaráttunni – en ÍA er fyrir ofan KR og Aftureldingu, sem eru í fallsætunum tveimur. 

Skagamenn hafa sigrað í síðustu þremur leikjum liðsins með Rúnar Már Sigurjónsson fyrirliða í hjarta varnarinnar. Rúnar Már verður í leikbanni gegn KR. 

Leikir ÍA það sem eftir er tímabilsins eru: 

Laugardagur 27. september: ÍA – KR
Laugardagur 4. október: KA – ÍA
Mánudagur 20. október ÍBV – ÍA
Laugardagur 25. október ÍA – Afturelding

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?