Í dag var 25 starfsmönnum sagt upp hjá Norðuráli. Þetta kemur fram í færslu á fésbókarsíðu Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness. Vísir fjallar einnig um málið og þar kemur fram að aukinn framleiðslukostnaður sé ástæðan á bak við uppsagnirnar. Nánar hér

Þeir sem misstu vinnuna í dag störfuðu allir á sviði framleiðslu. 

„Það er mjög erfitt að þurfa að fara í slíkar aðgerðir og sárt að horfa á eftir góðu samstarfsfólki,“ segir Sólveig Kr. Bergmann, framkvæmdastjóri samskipta og samfélagsmála hjá Norðuráli í samtali við Vísi

„Það er þyngra en tárum taki að þurfa enn og aftur að horfa upp á töpuð störf hér á Akranesi, því mér er verulega til efs að nokkurt svietarfélag hafi þurft að þola jafnmiklar hremmingar og við Akranesingar á undanförnum árum,“ skrifar Vilhjálmur í færslu sinni sem er í heild sinni hér fyrir neðan.

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?