Bæjarráð hefur samþykkt að úthluta þremur lóðum við Suðurgötu til þriggja aðila sem sóttu um að fá að byggja á lóðunum.

Fyrirtækið Bernharðsbörn ehf. fær lóðina við Suðurgötu 108 en húsið sem þar stóð var rifið árið 2022. 

Prime Consult ehf. fær lóðina við Suðurgötu 110, og Þróttur ehf. fær lóðina við Suðurgötu 112. 

Leirdalur, sem byggt var árið 1920, er á lóðinni á Suðurgötu 114 og er nær byggingarsvæðið að lóðinni þar sem Leirdalur stendur. 

Samkvæmt deiliskipulagi á þessu svæði er heimilt að byggja íbúðarhús á tveimur hæðum á þessum þremur lóðum. 

Íbúðarhúsið við Vesturgötu 108 var í eigu Akraneskaupstaðar og var það rifið árið 2022.