Rekstur Akraneskaupstaðar gengur betur en áður og þróunin er í rétta átt – en þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akraness. 

Á fundi ráðsins var mánaðaryfirlit fyrir tímabilið janúar – júlí 2025 lagt fram. Ekki kemur fram hvernig staðan er nákvæmlega. 

Bæjarráð bendir á að framlög Jöfnunarsjóðs séu enn töluvert undir áætlun og óskar bæjarráð eftir að ítrekuð verði fyrri fyrirspurn Akraneskaupstaðar um skýringar og hvort væntanleg sé uppfærð áætlun frá sjóðnum.

Bæjarráð áréttar sem fyrr mikilvægi áframhaldandi aðhalds í rekstri og óskar eftir tilteknum skýringum og gögnum og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu þess.

Árið 2023 fékk Akraneskaupstaður rúmlega 1 milljarð kr. úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. 

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga veitir sveitarfélögum framlög til jöfnunar á mismunandi tekjumöguleikum þeirra og útgjaldaþörf ásamt því að greiða lögbundin framlög til samtaka og stofnana sveitarfélaga.

Á grundvelli reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga er framlögum sjóðsins skipt í bundin framlög, sérstök framlög, jöfnunarframlög, jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla og jöfnunarframlög vegna málefna fatlaðra.

 

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?