Skagamaðurinn Sigurjón Ernir Sturluson tók nýverið þátt á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum (World Mountain & Trail Running Championships) sem fram fór  25.–28. september í Canfranc-Pirineos á Spáni. Þar tóku þátt fremstu fjalla- og utanvegahlauparar heims.

Neðst í þessari grein er frásögn Sigurjóns frá keppninni. 

Sigurjón Ernir, sem á og rekur Ultraform á Akranesi, keppti í 82 km hlaupinu (e. long trail) sem fram fór, 27. september, og þar tóku alls fimm keppendur þátt frá Íslandi.  

Um var að ræða mjög erfiða og krefjandi braut þar sem hækkunin var samtals 5413 m og það voru 179 karlar sem fóru af stað og 124 konur.

Sigurjón Ernir endaði í 60. sæti í karlaflokki en hann var rétt tæplega 11 klukkustundir að ljúka við hlaupið. 

Árangur íslensku keppendana var eftirfarandi:

  • Þorbergur Ingi Jónsson – 47. sæti á 10:22,23 klst.
  • Sigurjón Ernir Sturluson – 60. sæti á 10:47,10 klst.
  • Elísa Kristinsdóttir – 11. sæti á 11:10,24 klst.
  • Andrea Kolbeinsdóttir – 13. sæti á 11:12,39 klst.
  • Guðfinna Björnsdóttir – 29. sæti á 11:58,21 klst.