Drög að nýju deiliskipulagi fyrir gatnarýmið við Kirkjubraut og Kalmansbraut var kynnt nýverið á fundi hjá Akraneskaupstað.
Um er að ræða svæði á áðurnefndum götum sem afmarkast af Merkigerði til suðurs, Esjubraut til norðurs og að öðru leyti af lóðarmörkum aðliggjandi lóða við götuna bæði til vestur og austurs. Um er að ræða svæði sem tekur á móti gestum bæjarins þegar ekið er inn í bæinn frá norðri.

Töluverð breyting verður á ásýnd Kirkjubrautar og Kalmansbrautar ef þessi breyting verður gerð. Göturnar verða ekki eins breiðar og þær eru í dag, hjólastígar (sem eru rauðir) og gróður verður í aðalhlutverki eins og sjá má á þessum kynningarmyndum.
Tillagan mun ná yfir fyrirhugaðar breytingar á göturými við Kirkjubraut og Kalmansbraut sem eru í samræmi við markmið og stefnu Landskipulagsstefnu og Aðalskipulag Akraness 2021-2033.
Deiliskipulagssvæðið er um 2 ha að flatarmáli, 20.000 m2. Svæðið er hluti af svæðinu sem kallast „Miðbær, þjónusta, blönduð byggð“ í 20 mínútna bænum í Aðalskipulagi Akraness.


