Kristín Þórhallsdóttir varð á dögunum Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum í opnum flokki.
Kristín, sem keppir með Kraftlyftingafélagi Akraness, varð jafnframt stigahæsti keppandi mótsins.

Alls tóku 26 keppendur þátt og fjölmörg Íslandsmet voru bætt.
- Kristín lyfti samtals 570,5 kg.
- Hnébeygja 215 kg.
- Bekkpressa 125,5 kg.
- Réttstöðulyfta 230 kg.
Munurinn á kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum er eftirfarandi:
Í þeim klassísku má ekki notast við neinn aukabúnað eins og brekkpressuboli eða stálbrækur. Hnévafningar sem hægt er að herða að eins og með frönskum rennilás eru einnig bannaðir. Aðeins má nota hnéhólka sem ekki er hægt að herða og vafninga fyrir úlnlið.
Að öðru leyti er keppni í klassískum kraftlyftingum alveg eins.
Keppt er í bekkpressu, hnébeygju og réttstöðulyftu og dómarar dæma eftir sömu viðmiðum og í lyftingum með búnaði. Eini munurinn liggur í skoðun búnaðar áður en keppni hefst.