Umhverfisviðurkenningar Akraneskaupstaðar árið 2025 voru afhentar í gær.

Markmið viðurkenninganna er að vinna með umhverfisvitund og skapa umhyggju fyrir bænum og umhverfi hans og vekja þannig athygli á atriðum sem skipta uppbyggingu og framtíð bæjarins máli.

Hvatningarverðlaun ársins hlutu þau Gunnhildur Vilhjálmsdóttir og Björgvin Heiðarr Björgvinsson eigendur Laugarbrautar 23 fyrir „fágaða vinnu við endurbætur og stækkun á eldra húsi í gömlu hverfi”.

Gunnhildur og Björgvin hafa gjörbreytt húsinu eins og sjá má á þessum myndum.