Eins og fram hefur komið ríkir töluverð óvissa hjá Norðuráli vegna alvarlegrar bilunar í raforkumannvirki (spenni). 

Það mun taka langan tíma að laga bilunina og afköst verksmiðjunnar skerðast verulega. Mikil óvissa ríkir um framhaldið hjá starfsfólki og ljóst að fyrirtækið þarf að bregðast við verkefninu með skjótum hætti. 

Starfsfólk Norðuráls hefur fengið góðar kveðjur víðsvegar að eins og fram kemur í þessari færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. 

Þar hafði Landsvirkjun sent veglegar rjómatertur til starfsfólksins á Grundartanga með baráttukveðju.