Lokahóf Knattspyrnufélagsins Kára fór fram s.l. laugardag. 

Liðið lék í 2. deild Íslandsmótsins og náði að halda sæti sínu þar með góðum endaspretti.

Á lokahófinu voru eftirfarandi viðurkenningar afhentar til leikmanna Kára.

Myndir frá lokahófinu / Jón Gautur Hannesson.  

  • Besti leikmaður Kára: Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson.
  • Efnilegast leikmaður Kára: Tómas Týr Tómasson.
  • Markahæsti leikmaður Kára: Matthías Daði Gunnarsson.

Marinó Hilmar Ásgeirsson fékk viðurkenningu fyrir að vera leikjahæsti leikmaður Kára frá upphafi. Hann er með 208 leiki að baki hjá Kára og skorað alls 59 mörk. Alls hefur Marinó Hilmar leikið með liðinu í 11 tímabil. 

Mynd/Tómas Freyr Marinósson. 

Finnbogi Laxdal og Sveinbjörn Hlöðversson formaður Kára. Mynd/Jón Gautur Hannesson.
Matthías Daði Gunnarsson og Sveinbjörn Hlöðversson formaður Kára. Mynd/Jón Gautur Hannesson.
Tómas Týr Tómasson og Sveinbjörn Hlöðversson formaður Kára. Mynd/Jón Gautur Hannesson.