Perry Mclachlan hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki kvenna hjá Knattspyrnufélagi Akraness. Hann mun einnig þjálfa 4. flokk drengja. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Skarphéðinn Magnússon er þjálfari kvennaliðs ÍA.
Perry hefur þjálfað á Íslandi frá árinu 2019 en hann er reynslumikill þjálfari. Hann hefur m.a. þjálfað á Englandi og í Bandaríkjunum. M.a. hjá kvennaliði Chelsea, og í knattspyrnuakademíu sama félags.






