Stjórnendur Fjöliðjunnar á Akranesi hafa óskað eftir að stöðugildum leiðbeinenda verðið fjölgað – vegna mikils fjölda starfsmanna með fötlun og mikils álags.

Þetta kemur fram í fundargerð velferðar – og mannréttindaráðs. 

Þar kemur fram að í Fjöliðjunni eru 11 leiðbeinendur í 7 stöðugildum. Starfsmenn með fötlun eru að jafnaði 75-80 á degi hverjum.

Við bætist að starfsemi Fjöliðjunnar fer fram á nokkrum stöðum í bænum sem gerir enn erfiðara um vik að tryggja viðunandi mönnum leiðbeinenda á hverjum stað. 

Í fundargerðinni kemur fram að starfsmönnum sé falið að greina málið nánar og leggja það fyrir að nýju.