Nemendur í árgangi 2010 í Grundaskóla hafa á undanförnum vikum staðið í ströngu við æfingar á söngleiknum Smelli – sem frumsýndur verður á sunnudaginn. Verkið eftir þríeykið Einar Viðarsson, Flosa Einarsson og Gunnar Sturlu Hervarsson – en það var frumsýnt árið 2018. 

Söngleikurinn er í anda 9. áratugarins, þar sem herðapúðar, blásið hár, andlitsfarði, mixteip og margt annað lummó ræður ríkjum. Sagan hefur því að geyma margar skemmtilegar og litríkar persónur, hraða atburðarás, kraftmikla tónlist og dans, sem allt blandast saman í skemmtilegan og litríkan hrærigraut.

Nánar á vef Grundaskóla – smelltu hér: 

Leikstjórn: Einar Viðarsson
Tónlistarstjórn: Flosi Einarsson
Söngstjórn: Elfa Margrét Ingvadóttir og Margrét Saga Gunnarsdóttir
Danshöfundur: Sandra Ómarsdóttir
Búningahönnun: Eygló Gunnarsdóttir
Sýnt er á sal Grundaskóla, Espigrund 1, 300 Akranesi

Viðtökur bæjarbúa og annarra gesta á söngleikjum Grundaskóla hafa verið með eindæmum góðar og hafa sýningargestir alltaf verið vel á þriðja þúsund.