Þórður Þ. Þórðarson heldur áfram að safna viðurkenningum fyrir framlag sitt sem knattspyrnudómari á árinu 2025. Nýverið var hann valinn besti dómarinn í Bestu deild kvenna af íþróttafréttamönnum Morgunblaðsins / Mbl.is.

Þórður og Guðmundur Páll Friðbertsson voru bestu dómararnir í Bestu deildum kvenna og karla í fótbolta á keppnistímabilinu 2025 samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.

Þórður er einnig dómari ársins í Bestu deild kvenna samkvæmt niðurstöðu úr árlegri kosningu leikmanna deildarinnar. Frá því var greint þann 20. okt. s.l. Sjá nánar í þessari frétt á skagafrettir.is.