Skagamaðurinn Ívar Orri Kristjánsson er besti knattspyrnudómari Bestu deildar karla 2025 – að mati leikmanna deildarinnar. 

Það er KSÍ sem stendur að þessu kjöri og er þetta í annað sinn sem Ívar Orri fær þessa viðurkenningu.

Árið 2021 var hann kjörinn besti dómarinn í efstu deild karla af leikmönnum deildarinnar. 

Dómarar frá Akranesi eru í fremstu röð á þessu sviði í ár – en Þórður Þorsteinn Þórðarson, var valinn besti dómarinn í Bestu deild kvenna á dögunum – í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. 

 

 

Þetta er í annað sinn sem Ívar verður fyrir valinu en hann var áður kosinn bestur í deildinni árið 2021.