Darnell Cowart var á meðal áhorfenda í kvöld þegar ÍA og Valur áttust við í Bónus-deild karla í körfuknattleik.

Bandaríkjamaðurinn lék fimm fyrstu leikina á tímabilinu með ÍA en samning hans var rift eftir stórtap ÍA gegn KR á dögunum. 

Cowart leitar nú að öðru félagi í Evrópu til þess að spila með – og er hann því enn á Akranesi á meðan umboðsmaður hans finnur út úr því verkefni. 

Cowart lét lítið fyrir sér fara í stúkunni í kvöld en það virðist vera nóg að gera á samskiptaforritum hjá kappanum því hann var með tvo farsíma á lofti megnið af leiknum.

Nánar hér: 

Frábær stemning í opnunarleik ÍA gegn Val í nýju íþróttahúsi – myndasyrpa 

Myndasafn frá leiknum er hér: