Börn og unglingar sem hafa tekið þátt í æfingastarfi Golfklúbbsins Leynis héldu lokahóf á dögunum.

Þar voru veittar ýmsar viðurkenningar en á lokahófinu fór einnig fram svokölluð „Shoot Out“ keppni sem er árlegur viðburður. 

Kylfingur ársins er Guðlaugur Þór Þórðarson
Bergur Ernir Karlsson sýndi mestu framfarirnar. 
Katla Björnsdóttir var valin sem besti liðsfélaginn. 
Sturla Björnsson var með bestu mætinguna. 
Lea Rún Birkisdóttir er prúðasti iðkandinn og Búi Davíðsson sá hressasti. 

Shoot-out keppnin – úrslit: 

1. sæti Sigurður Brynjarsson
2. sæti Kári Kristvinsson
3. sæti Marinó Sturluson