Íslandsmótið í sundi í 25 metra laug fer fram um þessa helgi.
Sundfólk úr ÍA náði góðum árangri á fyrsta keppnisdegi.
Guðbjarni Sigþórsson varð annar þegar hann synti á 58,34 sek í 100 metra fjórsundi. Hann fékk bronsverðlaun í 50 metra skriðsundi þegar hann synti á tímanum 23,49 sek. Hann bætti árangur sinn í báðum greinunum.

Sunna Arnfinnsdóttir varð fjórða í 50 metra baksundi á 31.27 sek, sem er hennar besti tími.
Viktoria Emilia Orlita átti frábæran dag og bætti árangur sinn í tveimur greinum. Hún varð í 6. sæti í 100 m fjórsundi á 1:11.06 mín – og hún varð einnig í 6. sæti í 50 m skriðsundi á 28.31 sek.
Í 4 x 50 metra fjórsundi varð kvennasveit ÍA í 5. sæti á 2:11.33 mín.
Lið ÍA var þannig skipað: Sunna Arnfinnsdóttir, Viktoria Emilia Orlita, Karen Anna Orlita og Sunna Dís Skarphéðinsdóttir.
Karen Anna Orlita, sem er yngsti keppandinn úr röðum ÍA á þessu móti bætti árangur sinn í 400 metra skriðsundi og 50 metra skriðsundi. Hún var nálægt því að komast í úrslitasundið í 50 metra skriðsundi þar sem hún varð í 9. sæti.
Sunna Dís Skarphéðinsdóttir endaði í 13. sæti í 5 0m skriðsundi á 29.07 sek sem er nálægt hennar besta tíma.








