Tveir leikmenn úr röðum ÍA hafa samið við Víking úr Ólafsvík – en þeir léku báðir með liðinu á síðustu leiktíð í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. 

Gabríel Þór Þórðarson er 21 árs og hefur hann leikið í Ólafsvík undanfarin 2 tímabil. Hann hefur leikið 63 leiki með Víkingum og skorað 1 mark. 

Kristófer Áki Hlinason var í láni frá ÍA á síðustu leiktíð í Ólafsvík en hann leikur sem vinstri bakvörður. Kristófer Áki hefur nú samið við Víkinga til eins árs en hann lék 32 leiki með félaginu á síðasta tímabili og skoraði 1 mark. 

Þess má geta að Skagamennirnir manna báðar bakvarðastöðurnar í vörn Víkings úr Ólafsvík, Gabríel Þór er hægri bakvörður og Kristófer Áki er vinstri bakvörður.