Þann 10. nóvember árið 2016 fóru Skagafréttir í loftið og fréttavefurinn á því 9 ára afmæli í dag.
Jákvæðar fréttir verða áfram rauði þráðurinn í fréttaumfjöllun Skagafrétta.

Lesendur hafa kunnað meta slíkar áherslur. Og með hverju árinu sem líður hefur lesendahópurinn stækkað jafnt og þétt.
Alls hafa rúmlega 6000 fréttir verið birtar, og myndasafn Skagafrétta verður í framtíðinni ómetanleg heimild um mannlífið á Akranesi.
Viðtökur lesenda hafa frá fyrsta degi verið framar vonum.
Við sem stöndum á bak við þetta verkefni erum þakklát fyrir stuðninginn. Markmiðið er að gera enn betur.
Fjölmörg fyrirtæki hafa í gegnum tíðina staðið þétt við bakið á uppbyggingu Skagafrétta. Og á undanförnum mánuðum hafa dyggir lesendur gert slíkt hið sama.
Kærar þakkir fyrir stuðninginn og allar heimsóknirnar. Það er ómetanlegt.
Eins og áður hefur komið fram eiga bæjarfréttamiðlar undir högg að sækja á auglýsingamarkaði. Þið lesendur eruð stærsti bakhjarlinn – og aðeins með ykkar stuðningi lifa slíkir miðlar áfram.
Smelltu hér fyrir neðan til að skoða valkostina til að styðja við bakið á skagafrettir.is.