Sundfólkið úr röðum ÍA hélt áfram að ná góðum árangri á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins í 25 metra laug.
Sunna Arnfinnsdóttir varð þriðja í 100 metra baksundi og fékk bronsverðlaun. Hún synti á 1:06.23 mín.

Guðbjarni Sigþórsson hélt áfram að bæta sína bestu tíma og synti sig inn í 5. sæti í 100 m skriðsundi á 51.18 sek.
Viktoria Emilia Orlita varð tíunda í 200 m skriðsundi á 2:16.20 mín, sem var um þriggja sekúndna bæting.
Karen Anna Orlita bætti sig í 50 m flugsundi á tímanum 32.41 sek. og endaði í 9. sæti.
Í 4 x 50 m fjórsundi blandaðra sveita synti ÍA vel og endaði í 5. sæti á 1:55.79 mín, aðeins örfáum sekúndubrotum frá 4. sæti.
Liðið skipuðu Sunna Arnfinnsdóttir, Guðbjarni Sigþórsson, Ágúst Júliusson og Viktoria Emilia Orlita.
Stúlknasveitin í 4 x 100 m skriðsundi boðsundi var mjög nálægt bronsinu, en endaði að lokum í 5. sæti eftir mjög gott sund. Í liðinu voru Sunna Arnfinnsdóttir, Viktoria Emilia Orlita, Karen Anna Orlita og Sunna Dís Skarphéðinsdóttir.








