Þrír aðilar hafa sýnt því áhuga að kaupa gamla Landsbankahúsið við Akratorg, samkvæmt heimildum Skagafrétta. 

Á fundi bæjarráðs þann 6. nóvember s.l. var greint frá því að ný fyrirspurn hefði borist um húsið og var bæjarstjóra falið að vinna málið áfram. 

Akraneskaupstaður auglýsti í febrúar s.l. eftir eftir samstarfsaðila til þess að blása lífi í svæðið við Akratorg. Þar var efst á baugi að selja gamla Landsbankahúsið samhliða því að hefja uppbyggingu á svæðum við Suðurgötu 57, 47 og Skólabraut 24.

Á fyrri hluta þessa árs barst ekkert tilboð um kaup á húsinu en nú virðist sem hreyfing sé komin á málið.