Bæjarráð Akraneskaupstaðar lýsir yfir áhyggjum af framtíð veiða á grásleppu, verði afmarksstýring felld niður, líkt og áform eru um í frumvarpi sem liggur fyrir á Alþingi. Nánar hér:
Vignir Jónsson ehf. sendi inn umsögn vegna frumvarpsins þar sem að lýst er yfir áhyggjum af framtíð MSC vottunar.

Í bréfi sem Jón Helgason framkvæmdastjóri fyrirtækisins er sterkt tekið til orða:
„Það er því einlæg ósk félagins að horfið verði frá þessum áætlunum til að koma í veg fyrir að grásleppuveiðar við Ísland líði hugsanlega undir lok.“
Bréfið er í heild sinn hér og í myndunum hér fyrir neðan:
Í fundargerð bæjarráð kemur fram að ráðið tekur undir áhyggjur af framtíð MSC vottunar, sem raktar eru í umsögn sem send var atvinnuveganefnd frá Vigni Jónssyni ehf.
Starfsemi Vignis Jónssonar ehf. er afar þýðingarmikið fyrir atvinnulíf á Akranesi. Mörg þung og erfið áföll hafa verið, undanfarnar vikur og mánuði, í atvinnulífi sveitafélagsins. Því telur bæjarráð mikilvægt að áhrif frumvarpsins verði ekki til veikja enn frekar stoðir fyrir að MSC vottun fáist á nýjan leik og þar með vegið að grundvelli þeirrar framleiðslu sem fram fer hjá Vigni Jónssyni ehf.












