
Nýverið óskaði Íþróttabandalag Akraness eftir samstarfi við Akraneskaupstað varðandi LED skilti í íþróttamannvirkjum þar sem að keppnisleikir fara fram innanhúss.
Markmið ÍA var að bæta möguleika íþróttafélaga á tekjum og sýnileika samstarfsaðila í íþróttahúsum bæjarins. ÍA óskaði eftir láni frá Akraneskaupstað vegna kaupa á LED skiltum en skóla- og frístundaráð hafnaði þeirri ósk – þar sem að sveitarstjórnarlög hamla slíkar lánveitingar.

Ráðið tekur hinsvegar undir með Íþróttabandalagi Akraness að notkun LED auglýsingaskilta sem nýtist á keppnisleikjum sé spennandi kostur til að bæta upplifun áhorfenda og skapa tækifæri til tekjuöflunar fyrir aðildarfélög ÍA. Ásamt því að draga úr áreiti auglýsinga fyrir nemendur, iðkendur og gesti á almennum tímum í íþróttamannvirkjunum.“
ÍA þarf því að finna aðrar leiðir til þess að fjármagna kaup á LED skiltunum.









