
Marrið í stiganum, glæpasaga eftir Skagakonuna Evu Björgu Ægisdóttur, verður í aðalhlutverki í nýrri þáttaröð sem frumsýnd verður haustið 2026.
Öflugur gönguhópur eldri borgara á Akranesi eru ekki með hlutverk í þáttunum en þau tóku sér stöðu fyrir lögreglustöð þáttanna sem er staðsett í gamla Landsbankahúsinu við Akratorg.
Myndirnar tók Jón Sævar Hallvarðsson.

Lögreglukonan Elma Jónsdóttir er aðalsögupersónan í sögunni sem gerist á Akranesi. rannsóknarlögregla sem er aðal söguhetja bókarinnar. Hún snýr aftur í heimabæ sinn eftir persónulegt áfall og segir skilið við lífið í Reykjavík. Þegar ung kona finnst látin í fjörunni stýrir Elma rannsókninni og þarf á sama tíma að mæta sínum eigin áföllum.
Á undanförnum vikum hafa upptökur farið fram víðsvegar um bæinn – og er áætlað að tökur standi fram í desember. Alls verða sex þættir framleiddir og verða þeir sýndir í Sjónvarpi Símans.





