Pétur Steinn Gunnarsson er í æfingahóp U-15 ára landsliðs Körfuknattleikssambands Íslands.

Hópurinn mun undirbúa sig í vetur fyrir landsliðsverkefni næsta sumar. 

Pétur Steinn er fæddur árið 2011 en árgangurinn hefur náð flottum árangri á undanförnum árum – og leikur í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ í þessum aldursflokki. 

U-15 ára landsliðshópurinn mun æfa saman um jólahátíðina.