Íþróttabandalag Akraness stendur fyrir kjöri á Íþróttamanneskju ársins 2025 – en kjörið fór fyrst fram árið 1965. 

Samfélagið á Akranesi getur tekið þátt í kjörinu í gegnum vefsíðu Akranes.is – en ekki er búið að birta hlekkinn til að kjósa. 

Alls eru 16 einstaklingar tilnefndir í kjörinu í ár. Þann 6. janúar 2026 verður kjörinu lýst á ÍATV líkt og undanfarin ár. 

Eftirtaldir koma til greina í kjörinu:

  • Aníta Hauksdóttir – Vélhjólaíþróttafélag Akranes
  • Emma Rakel Björnsdóttir – Íþróttafélgaið Þjótur
  • *Einar Margeir Ágústsson – Sundfélag Akraness
  • Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson – Knattspyrna Kári
  • Elizabeth Bueckers – Knattspyrnufélag ÍA
  • Fjalar Þórir Óttarsson – Badmintonfélag Akraness
  • Guðmundur Andri Björnsson – Fimleikafélag ÍA
  • Guðjón Gauti Vignisson – Lyftindadeild ÍA
  • Guðlaugur Þór Þórðarson – Golfklúbburinn Leynir
  • Gunnar Hafsteinn Ólafsson – Pílufélag Akraness
  • Helgi Jón Sigurðsson – Kraftlyftingafélag Akraness
  • Jacob Daníel Margrétarson – Karatefélag Akraness
  • *Jakob Svavar Sigurðsson – Hestamannafélagið Dreyri
  • Jón Gísli Eyland Gíslaon – Knattspyrnufélag ÍA
  • Matthías Leó Sigurðsson – Keilufélag Akraness
  • Styrmir Jónasson – Körfuboltafélag Akraness

 

 

Sögulegt ágrip: Tekið saman af skagafrettir.is. 

Ríkharður Jónsson, knattspyrnumaður, var sá fyrsti sem fékk titilinn árið 1965. Sjö ára hlé var á kjörinu og sundmaðurinn Guðjón Guðmundsson var kjörinn árið 1972 – sama ár og hann var kjörinn Íþróttamaður ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Aftur var gert hlé á kjörinu fram til ársins 1977 og hefur kjörið farið fram árlega síðustu 48 ár.

Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hefur oftast við kjörin Íþróttamaður Akraness eða 7 sinnum alls. Sundkonurnar og fyrrum Olympíufarar, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir og Ragnheiður Runólfsdóttir, eru næstar í röðinni með 6 titla. Ragnheiður var kjörin Íþróttamaður ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna árið 1991. Guðjón Guðmundsson og Ragnheiður eru einu iðkendurnir úr röðum ÍA sem hafa fengið þá nafnbót.

Frá árinu 1965 hefur íþróttafólk úr 7 mismunandi íþróttagreinum fengið flest atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni Akraness. Sundfólk hefur 23 sinnum verið efst, kylfingar í 11 skipti, og knattspyrnufólk 10 sinnum. Árið 1977 var Jóhannes Guðjónsson kjörinn Íþróttamaður Akraness fyrir afrek sín í tveimur íþróttagreinum, badminton og knattspyrnu.

  • Sund 23 titlar
  • Golf 11 titlar
  • Knattspyrna 10 titlar
  • Kraftlyftingar 3 titlar
  • Hestamennska 2 titlar
  • Karate 1 titlar
  • Badminton 1 titlar

    Íþróttamenn Akraness frá upphafi:

Ártal, nafn, fjöldi titla og fjöldi titla íþróttagreinar.

2024 Einar Margeir Ágústsson (2) sund (23)
2023: Einar Margeir Ágústsson (1), sund (22.)
2022: Kristín Þórhallsdóttir, (3) kraftlyftingar (3).
2021: Kristín Þórhallsdóttir, (2) kraftlyftingar (2).
2020: Kristín Þórhallsdóttir, (1) kraftlyftingar (1).
2019: Jakob Svavar Sigurðsson, (2) hestamennska (2).
2018: Valdís Þóra Jónsdóttir (7) golf (11).
2017: Valdís Þóra Jónsdóttir, (6) golf (10).
2016: Valdís Þóra Jónsdóttir, (5) golf (9).
2015: Ágúst Júlíusson, (2) sund (21)
2014: Ágúst Júlíusson, (1) sund (20).
2013: Jakob Svavar Sigurðsson, (1) hestamennska (1).
2012: Inga Elín Cryer, (2) sund (19).
2011: Inga Elín Cryer, (1) sund (18).
2010: Valdís Þóra Jónsdóttir, (4) golf (8).
2009: Valdís Þóra Jónsdóttir, (3)golf (7).
2008: Valdís Þóra Jónsdóttir, (2) golf (6).
2007: Valdís Þóra Jónsdóttir, (1) golf (5).
2006: Eydís Líndal Finnbogadóttir, (1) karate.
2005: Pálmi Haraldsson, (1) knattspyrna (10).
2004: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (6) sund (17).
2003: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (5) sund (16).
2002: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (4) sund (15).
2001: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (3) sund (14).
2000: Birgir Leifur Hafþórsson, (3) golf (4).
1999: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (2) sund (13).
1998: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (1) sund (12).
1997: Þórður Emil Ólafsson, (1) golf (3).
1996: Birgir Leifur Hafþórsson, (2) golf (2).
1995: Sigurður Jónsson, (2) knattspyrna (9).
1994: Sigursteinn Gíslason, (1) knattspyrna (8).
1993: Sigurður Jónsson, (1) knattspyrna (7).
1992: Birgir Leifur Hafþórsson, (1) golf (1).
1991: Ragnheiður Runólfsdóttir, (6) sund (11),
*(Íþróttamaður ársins á Íslandi).
1990: Ragnheiður Runólfsdóttir, (5) sund (10).
1989: Ragnheiður Runólfsdóttir, (4) sund (9).
1988: Ragnheiður Runólfsdóttir, (3) sund (8).
1987: Ólafur Þórðarson, (1) knattspyrna (6).
1986: Ragnheiður Runólfsdóttir, (2) sund (7).
1985: Ragnheiður Runólfsdóttir, (1) sund (6).
1984: Bjarni Sigurðsson, (1) knattspyrna (5).
1983: Sigurður Lárusson, (1) knattspyrna (4).
1982: Ingi Þór Jónsson, (2) sund (5).
1981: Ingólfur Gissurarson, (2) sund (4).
1980: Ingi Þór Jónsson, (1) sund (3).
1979: Ingólfur Gissurarson, (1) sund (2).
1978: Karl Þórðarson, (1) knattspyrna (3).
1977: Jóhannes Guðjónsson, (1) badminton (1) / knattspyrna (2).
1972: Guðjón Guðmundsson, (1) sund (1),
(*Íþróttamaður ársins á Íslandi).
1965: Ríkharður Jónsson, (1) knattspyrna (1).